FJÁRHÚSIÐ

Pöntunarsími: (354) 780 2345

Sagan okkar

Leggjum áherslu á íslenskt og bragðgott

 

Við erum að tala um hefðbundinn street-food mat, segir Birgir sem er búinn að ganga með þessa hugmynd í um 20 ár.  Íslenskt lambakjöt er eitt það besta hráefni sem til er.  Með íslensku grænmeti, kartöflum og smjöri fáum við frábært bragð og holla og gómsæta rétti.  Við notum einnig bygg sem ræktað er á Íslandi.

 

Mee.....ga hressir eigendur

 

Eigendur eru Herborg Svana Hjelm, viðskiptafræðingur MBA og Birgir R. Reynisson sem er búin að elda síðan á  síðustu öld. Við verðum til dæmis með lambaborgara, beikon, kótelettur með lundinni á (t-bein), steikur, pylsur og bjór-pylsur – einnig ætlum við að bjóða upp á tvíreykt hangikjöt frá Daníel Hanssyni í Þistilfirði en hann reykir kjöt af forystufé.

Grillspjótin eru æði

 

Einfaldlega aðeins öðruvísi.

 

Grillspjótin okkar eru virkilega ljúffeng með mjúku grilluðu lambakjöti og helling af fersku íslensku grænmeti.  VIð grillum grænmetið með á kjötinu á pinnanum.

 

Algjört lostæti.

Lamba kótelettur

 

Einn besti bitinn af lambinu

 

Lambakótelettan er alveg frábær.  VIð grillum hana upp úr okkar eigin kryddblöndu.  Grillum hana svo mátulega og berum hana fram með íslensku grænmeti og íslensku smælki.  Að auki bjóðum við upp á dýrindis sveppasósu fyrir þá sem vilja.

 

Kjötið á kótilettunni er bara svo gott!

Lambaborgarar

 

Þessi er allt öðruvísi

 

Girnilegur og safaríkur þykkur hamborgari í nýbökuðu brauði.  Grillaður upp úr okkar eigin kryddblöndu.  Á milli setjum við síðan helling af fersku íslensku grænmeti, lambabeikon og bjóðum upp á íslenskt smælki sem meðlæti.

 

Þessi er alveg að meika það!

Mathöllin Granda og Fjárhúsið

 

Eigendur að Fjárhúsinu eru Herborg Svana Hjelm og Birgir R. Reynisson, en þau starfa bæði hjá Matartímanum.

 

 

© 2018 Fjárhúsið - allur réttur áskilinn

Pöntunarsími: (354) 780 2345